Sólargeislar byrjaði sem leikfangaverslun með Connetix segulkubba í bæði heildsölu og smásölu. Tæpu ári eftir að vefverslunin fór í loftið var ákveðið að bæta hægt og rólega við vöruúrvalið með því að byrja á að taka inn Aðventudagatöl sem eru góð fyrir umhverfið og tannheilsu barna.
Fyrirtækið var stofnað haustið 2020, eftir að hafa eytt ansi mörgum mánuðum að fara yfir hinar og þessar útfærslur á hvort við ættum að ríða á vaðið; engin á Norðurlöndunum var að selja Connetix segulkubba og sendingarkostnaður frá Bretlandi verulega óhagstæður. Eftir töluverðan umhugsunarfrest ákváðum við að láta á slag standa og stofna fyrirtækið Sólargeislar – fyrir sólargeislana í lífi okkar allra.
Fyrsta sendingin af þessum frábæru barnaleikföngum, tæplega 400 kassar af segulkubbum, kom svo til landsins í janúar 2021 og framundan er ekkert nema tómlaus gleði og hamingja þar sem hugvitið fær að njóta sín.
Segulkubbar flokkast undir opin efnivið. Leikföng sem falla í þennan flokk eru ekki bara til þess gerð að þróa ímyndunarafl og sköpunargáfu barna, heldur eru leikföng úr opnum efnivið hugsuð með það að leiðarljósi að fylgja barninu lengur en ella. Möguleikarnir sem opin efniviður býður upp á breytist nefnilega með áhugasviði barnsins og því eru Connetix segulkubbar raunverulega barnaleikfang sem hentar börnum frá 0-99 ára! Við mælum hinsvegar með því að börn sem setja mikið upp í sig leiki sér með segulkubba með fullorðnum, en ekki ein.
Connetix sem hannar og framleiðir seglukubbana er ástralskt fyrirtæki sem var stofnað árið 2019 og fljótlega fór Byrjenda pakkinn (62 kubbar) í sölu í Ástralíu. Vinsældir segulkubbanna létu ekki á sér standa og fljótlega bættust við Skapandi pakkinn (100 kubbar), bíla pakkinn (24 kubbar), stækkunnar pakkinn (40 kubbar) & grunnfletirnir (2 segulplötur). Kúlubrautin (92 einingar) bættist svo við úrvalið í janúar 2021 og ýmsar útfærslur af segulkubbum í pastel-litum mættu til landsins haustið 2021. Við hlökkum til að bjóða íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra upp á það besta sem býðst á segulkubba-markaðinum um ókomin ár.
Segulkubbarnir frá Connetix eru þess gerðir að börn, jafnt og foreldrar (!) geta gleymt sér í leik þar sem sköpunargáfan og ímyndunaraflið ræður för.